Sunday, December 5, 2010

Novembre

Herna sit eg i dolgakojunni minni, med kaffibolla i hond og reidubuin fyrir thessa bloggfaerslu. Hef thvi midur ekki verid i blogg girnum nuna sidastlidin manud en mun baeta fyrir thad nuna.

I lok oktobermanadar tha var mer hennt ut og send ut i sveit afthvi ad fjolskyldan min akvad ad skella ser til ommu og afa. Ferdinni var haldid til krummaskudsins Avessac thar sem kolembisk vinkona min er busett en hun a 4 systkini, eina 4 ara, 9 ara og tvo 12 ara tvibura, Gud hjalpi salu hennar. Vid gerdum oskop fatt en thad var virkilega indaelt ad anda ad ser ferska sveitaloftinu.
Ad viku lidinni tha kom Brigitte, mamma min og bjargadi litla borgarbarninu ur ormum sidmenningarleysis og keyrdi  mig heim aftur til Nantes. Sidan tha hefur margt a daga mina drifid, godir hlutir asamt slaemum.

Visindahatid sem eg for a
Agnes 0 - Leikhus 1, thetta var alveg fint en thad tekur virkilega a ad horfa a 3 og halfra klukkutima nutima utgafu af Hamlet thar sem Hamlet er suludansandi douche i Batmanbuningi

Haustlitir


Snemma i November var eg bodud a AFS fund thar sem eg var skommud fyrir metnadarleysi og leti i sambandi vid laerdom og fronsku. En eftir fundinn akvad eg ad taka mig saman i smettinu og hysja upp um mig braekurnar og sidan thefur mer farid alveg virkilega fram, midad vid hvernig eg stod fyrir manudi tha er eg byrjud ad mynda litlar og setningar a bord vid "gemmer kaffi ", "hvad er klukkan?" og onnur alika lekkert ordasambond. Eftir ad uppahalds Thjodverjinn minn, Laura haetti i Lycée Carcouet og helt aftur til Thyskalandsins tha hef eg meira og minna neydst til ad tala meiri fronsku thvi ad enginn skilur upp ne nidur i thvi sem eg er ad tala um, eda svona flestir.

Fronskukennarinn minn er alveg snaelduvitlaus um thessar mundir, kallar mig ollum illum nofnum og bolvar mer i bak og fyrir fyrir einbeitingarskort i kennslustundum og heimavinnuslugs. Hun er ekki ein um thad thvi ad thad var haldinn kennarafundur thar sem kennararnir gafu umsagnir fyrir veturinn, og thar kom i ljos ad eg er alitin sem Satan i mannsformi ekkert meira ne minna. En sidan tha hef eg reynt ad koma mer i mjukinn hja theim og er thad ad takast smatt og smatt. Franskan er enginn tertusneid og enginn virdist skilja raunir minar. En madur verdur ad taka thvi sem madur faer upp i hendurnar og eg reyni ad lita a vandamal min sem taekifaeri.


A afmaelisdegi minum var mer faerd fagurbla peysa (sem er eins a litin og augun min eins og pabbi minn ordadi svo vel), eplabaka, afmaelissongur og eitt annad ar i bunkann. Eftir 2 tima af sogu tha toltum eg og Laura gladar i bragdi nidur i bae og tiltum okkur nidur a kaffihus med bjur og burger i haustsolinni.
Franski posturinn hirti samt afmaelisgjofina mina fra mommu og skyldmennum minum, vona ad einstaklingurinn sem ber abyrgd a thvi fai thokkalega inngronar tanegglur i nanustu framtid.

Eg og Laura


En allavegana, fra einu yfir i annad, i gaer kom gamall skiptinemi fra Thyskalandi sem bjo hja Dernoncourt fjolskyldunni i heil 4 ar, nafn hennar er Susanne. Hun kom hingad asamt modur sinni og fodur sem eru an djoks fyndnustu manneskjur sem eg hef a aevi minni hitt, samt eru thau ekkert serstaklega fyndin, bara karakterarnir eru eins og klipptir ut ur Fostbraedrasketsi. Helga, (mamman) er med risavaxinn barm og gleraugu i stil, hef aldrei sed eins guddomleg brjost, mig langadi helst ad skrida tharna a milli og bua tharna, og svo oskrar hun halfpartinn allt sem hun segir " AHH JA JA DAS IST WUNDERBAR JA" "BITTE SHAUN BITTE SHAUN" " og svo fylgja videigandi handahreyfingar. Getid ekki ymindad ykkur hvad eg thurfti ad sitja a mer ad skella ekki uppur vid matarbordid i gaer. Og svo er pabbi hennar thessi daemigerda vandraedanlega typa sem klaedist hvitum polobolum, litur ut eins og tannstongull vid hlidinni a konunni sinni. Hvad Susanne vardar tha er hun virkilega fin thratt fyrir aldur, robbudum um lifid og tilveruna langt fram a nott og baud hun mer ad koma og dvelja hja ser i Paris einhvertiman thegar eg maetti vera ad og hefdi tima.


Jolin eru komin en samt finn eg enganvegin tengingu vid thau. Orugglega vegna thess hve opersonuleg thau verda i ar, eg tharf ad dvelja hja konu sem heitir Marie Anne og kottunum hennar thremur. Fjolskylan min er ad fara til foreldra Brigitte, og thad er ekkert plass thar skilst mer. En eg get glatt mig vid ad fa ad terrorisa kettina hennar Marie Anne.

Tha er thetta komid gott i bili, skal ekki lata lida svona langt a milli bloggfaersla hedan i fra.

Stay classy Reykjavik


P.S. Gledileg Jol
P.P.S. Tokst ad baka an thess ad valda manntjoni, threfallt hurra fyrir thvi

6 comments:

 1. trúir því ekki hvað ég er búin að vera að bíða lengi eftir nýju bloggi..
  en allavega gaman að heyra hvernig gengur þarna úti og það er eins gott að pósturinn hnupli ekki gjöfinni sem við stelpurnar ætlum að senda þér ( þó við séum í rauninni ekkert búnar að ákveða hvað það er en það verður eitthvað smáræði ).

  og já voðalega er þetta skrýtin fjölskylda sem þú átt, henda þér alltaf bara til annara fjölskyldna þegar þau fara eitthvað D:

  farðu svo að vera duglegri að blogga
  loveyou

  -thundercat

  ReplyDelete
 2. flott blogg, hvað er með þetta lið að senda þig þvers og kruss samt ? virkilega einkennilegt.. en vonandi fer þetta að ganga betur og þú njótir þín.

  -sóley rut

  ReplyDelete
 3. Hahahahahaha. Snillingur.

  Fardu nu ad einbeita ther ad laera fronskuna og eyddu minni tima i skitugar hugsanir um barmgodar, midaldra thyskar kerlingar. Sendu svo eitthvad af thessum kanilsnudum til min.

  PS Suludansandi Hamlet i Batman buningi, hvad i fljugandi fjandanum? Er thetta einhver fronsk tilraun til ad reyna ad na ser nidur a englandi?

  -Ekvador

  ReplyDelete
 4. hahahahahha.. ég sakna þín einum of mikið!
  - MACHINE

  ReplyDelete
 5. ó agnes þú ert svo skemmtileg .. er ekki sátt með að hafa ekki náð að parle avec toi aujourd'hui, vona að ég hitti á þig samt á næstu dögum, bis dann!

  ReplyDelete
 6. gleymdir að segja að ég gaf þér þessa geðveiku kanilsnúða uppskrift!! en þú átt eftir að spjara þig...verður reiprennandi á frönsku áður en þú veist af :D þinn besti aðdáandi..

  ReplyDelete