Sunday, May 8, 2011

Yfirlit. Desember - Mai

Hallo allir.

Thetta verdur ad ollum likindum sidasta bloggfaerslan min herna i Frakklandi svo eg aetla ad reyna ad hafa hana sem besta, fara yfir thad sem hefur gerst sidan sidast.

Sidastlidnir manudir hafa oumdeilanlega motad mig mikid, opnad augu min fyrir akvednum hlutum, kynnt mig fyrir ahugaverdu folki og throskad mig og baett sem manneskju. Eg hugsa stundum til baka thegar eg var ad koma hingad fyrst, thad virdist svo stutt sidan en nuna virdist thessi timi ad lokum kominn, otrulegt en satt.
Eg veit ekki hvernig thetta verdur thegar eg kem heim, hvernig thad verdur ad detta inn i gomlu rutinuna, en thad verdur svo sannarlega anaegjulegt ad eyda naestkomandi sumri i fadmi vina og fjolskyldu og byrja sidan aftur i Borgo i haust, ad sja hvernig umhverfid hefur breyst, hvernig eg hef breyst og folkid i kringum mig.

Thad er erfitt ad koma tilfinningum minum i ord. Eg er ordin ansi tilbuin ad koma heim en samt sem adur thykir mer leitt ad thurfa ad rifa mig upp fra ollu herna i Nantes. Ansi blendnar tilfinningar i gangi sem mer thykir erfitt ad utskyra.


Sidast thegar eg skildi vid ykkur var i desember, tha var eg vist ad velta mer upp ur ahyggjum minum vardandi jolin thar sem fosturfjolskyldan min sa ser ekki faert ad hysa mig yfir hatidina.
Eg for thvi og dvaldi hja konu sem heitir Marie Claire i um thad bil viku. Hun atti tvaer daetur a thritugs og tvitugsaldri. Su yngri, Estelle, hafdi farid sem skiptinemi til Nyja Sjalands tveimur arum adur svo enskukunnatta hennar var med soma saemd, mer til mikillar anaegju. Thann 24da komu um 20 manneskjur i heimsokn. Tha var mikid bordad, drukkid og trallad. Allir voru virkilega hressir og skemmtilegir og letu ekki hamlada fronskuhaefileika mina aftra a samskiptunum, thad var virkilega naes hvad allir voru reidubunir ad hjalpa mer.
Thad settust allir vid bordid um sjoleitid og enginn stod upp fyrr en um eitt ad morgni til (nema kannski their sem foru ut i bilskur i rettufriminutur). Hin finustu vin voru borin til bords og eg man ekki hversu margir rettir voru matreiddir ofan i okkur, en eg var allavegana ekki svong thegar eg skreid upp i herbergi klukkan 3 algjorlega buin a thvi.Daginn eftir heldu flestir heim a leid med bros a vor eftir vel heppnad kvold og eftir thad tokum vid thvi bara rolega.


Thann 31sta helt eg ut med brodur minum. Thad var ekkert mikid verid ad halda upp a aramotin heima fyrir. Frank og Brigitte budu einhverjum vinmennum i mat en maturinn var tilbuinn um thaer mundir sem eg helt ut svo eg tok medferdis banana. Vid forum til einhverrar vinkonu brodur mins sem hafdi ibud foreldra sinna ut af fyrir sig, og thar gekk nyja arid i gard. Eftir ad allir voru komnir vel i glas, utkrotadir og taettir eftir villtar dansrutinur heldum vid a naesta afangastad. A leidinni thangad villtist eg med tveimur odrum stelpum i um thad bil einn og halfann klukkutima, kemur theim sem thekkja mig ekkert serstaklega a ovart, en thad dempadi samt enganvegin andrumsloftid. Fundum partyid ad lokum, vorum thar i klukkutima eda svo en heldum svo heim thvi eg var med utivistartima. Allar gotur voru uttrodnar af folki sem hropudu og brostu til naesta naunga, oskandi gledilegs nys ars. Eftir ad vid lentum heima tha trodum vid i okkur afganga og heldum svo hattinn med vongodar hugsanir til nyja arsins, daudthreytt eftir afrekstur kvoldsins.Eftir thad byrjadi skolinn og allir duttu aftur i sina rutinu.

Sidan tha tha er eg buin ad fara tvisvar til Parisar, einu sinni med bekknum og einu sinni med fjolskyldunni minni. Nenni ekki alveg ad vera ad fara i smaatridin en eg skemmti mer eins og konungur. Thid getid skodad myndirnar minar sem eru i Facebook albumunum minum. Var raend thegar eg for med fjolskyldunni minni, allir geisladiskar, Ipod, geisladiskaspilari, kort, simi etc.. Er samt buin ad repleisa meira og minna allt sem for og get ekki annad en hlegid ad thvi thegar eg lit til baka. Bara svo yfirgengilega tybiskt eg ad hafa verid thessi raenulausi turisti sem laetur raena sig ollu sinu.


I mars kikti eg i heimsokn til islenskrar vinkonu minnar i Angers og var hja henni i nokkra daga. Thar hitti eg einkennilegann en skemmtilegann  naunga fra Ameriku ad nafni Will, en tha var hann halfnadur med heimsreisu sina, nokkud viss um ad hann se farinn heim nuna. Hann rustadi mer i Wii tennis sessioni, en hverjum er ekki sama um Wii tennis haefileika? Allavegana… ferdin endadi a thvi ad eg tok ovart med mer ipodinn hennar Elinborgar aftur til Nantes svo eg thurfti ad kaupa mer annan mida til Angers naesta dag til ad skila honum, sem var frekar pirrandi.


Lukkan leitadi mig aftur uppi i byrjun april og eg endadi einhverra hluta vegna i London med English History bekknum minum i heila viku. Vid dvoldum hja fjolskyldum thrju eda fjogur saman og lennti eg med vinkonu minni hja midaldra konu fra Jaimaicu ad nafni Rose. Thegar hun tok a moti okkur kynnti hun sig og bennti okkur a bilinn sinn og ad vid aettum ad bida thar a medan hun faeri yfir einhver atridi med konunni sem sa um ad deila familium. Svo thegar hun steig inn i bilinn tha leit hun a okkur og sagdi med thessum surrialiska rasta hreim “I hope dat you don’t mind mah reggae music”, haekkadi i botn og brunadi med okkur heim til sin.

Thegar vid komum threyttar og svangar heim eftir langa, stranga en skemmtilega daga tha beid hun eftir okkur med matinn og maejonesid. Eg sver thad eg hef aldrei sed adra eins maejones neyslu. Hef allavegana aldrei bordad pasta med maejonesi adur.
Thegar vid klarudum ad borda tha settumst vid yfirleitt nidur og horfdum a East Enders i sjonvarpinu.

Dagsskrain var samt einhvernvegin svona;

Fimmtudagur

Komum til London eftir 12 tima ferdalag med bil og bat.
Churchill War Rooms
Fjolskyldudreifing
Deyja i ruminu sinu

Fostudagur

Westminister
Downing Street
Horse Guard
Buckingham Palace
New Scotland Yard
Victoria Tower Garden
Tate Britain
Tate Modern

Laugardagur

Museum of London
St. Paul’s Cathedral
Covent Garden

Sunnudagur

Piccadilly Circus
Trafalgar Square
National Gallery
The British Museum
Hindu Temple

Manudagur

The financial district
St. Katherine’s Docks
London City Hall
Canary Wharf
O2 Arena
Thames Barrier

Thridjudagur

Shakespear’s Globe Theatre
Oxford Street
Heimfor

Tja thetta er ekki allt i rettri rod en thetta var allavegana dagskrain sem vid fengum i hendur.Krakkarnir i bekknum minum eru alveg finir. Thau vaeldu fullmikid i ferdinni en annars var thetta bara gaman. Skemmtilegasti afangastadurinn fyrir allt of marga var an efa Abercrombie & Fitch. Thar toku a moti okkur alsberir gaurar i dyragaettinni sem eru orugglega raektadir upp a einhverjum Abercrombie buum i Indonesiu. Thar a eftir fann eg mig sprangandi um i trodfullri bud af eitrudum ilmvatns gufum, tynd og hraedd, leitandi af naesta utgangi. Einnig var dansandi starfsfolk hvert sem thu leist sem var pinu furdulegt alits.

Svo var ferdinni haldid heim fljotlega eftir thad. Graeddum samt eiginlega auka dag thar sem ein stelpa i bekknum gerdi ser halvitalega tilraun til stulds a Oxford Street… sem komst upp. Svo vid fengum ad labba um eins og okkur lysti a medan aumingja kennarinn sat sveittur i simanum ad reyna ad redda malunum einhvernvegin. Tokum svo 22h00 batinn heim yfir Ermasundid. Komum heim a midvikudeginum upp ur hadegi.Og tha er eg komin yfir i mai manud. Eg er pottthett ad stokkva yfir eitthvad en thetta er svona thad mest eftirminnilegasta sem eg er ad rita nidur.


Nuna i byrjun mai tha for eg med fjolksyldunni til Malaucene. Malaucene er litill turistabaer rett hja landamaerum Italiu, stutfullur af romverskum rustum og turistum i yfirvigt med is i hond. Lobbudum upp a 3 fjoll, kynntum okkur fornromska menningu, spiludum fotboltaspil, horfdum a biomyndir, lasum og bordudum godann mat. Vinkona Brigitte kom i heimsokn og gisti yfir eina nott. Helt fyrir henni voku um stund med nyuppsprottnum vana sem er ad tala i svefni. Gisti hja vinkonu minni herna i sidasta manudi og minntist hun a thad sama.


Jaeja eg er komin yfir thad helsta held eg. Annars er eg bara buin ad vera her og thar, i skolanum, liggja a kaffihusum og tjilla med vinum. Njota Nantes a medan eg get. Annars jata eg a mig nokkur seriu marathon og long Facebook session.


2 manudir eftir, 8 bunir. Timinn flygur hradar en ykkur grunar.

Se ykkur i juli. Kem heim thann 10nda…


Agnes yfir og ut.

5 comments:

 1. Hahaha, thu ert svo skemmtilegur penni. Bara ljota hvad thu ert buin ad vera lot vid ad skrifa, thott thad se akvedinn humor i thvi ad lesa jolablogg i maí (eg get svosem sjalfur ekki sagt mikid). Alveg greinilegt ad vid hofum att mjog olikar reynslur og a sama tima er skemmtilegt ad sja hvad skiptinemar, hvort sem their seu staddir i Finnlandi eda Frans eda Ekvador eda Timbuktu, eiga til med ad hugsa sama sjittid og ganga i gegnum somu timabil og krisur og paelingar. Hlakka til ad sja thig i sumar ami!

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir skemmtilegt blogg, sammála síðasta ræðumanni þú ert skemmtilegur penni:O). Frábært hvað það er búið að vera gaman hjá þér. Njóttu vel næstu vikurnar. Hlakka til að sjá þig í júlí. Knús
  Tinna

  ReplyDelete
 3. Vá langt blogg, en líka loksins kemur nýtt. Hlakka til að fá þig heim.
  þín Arndís :)

  ReplyDelete
 4. Það er svo skemmtilegt að lesa skrifin þín Agnes mín, það vantar ekki orðaforðann og humorinn. "Það eru bara níu mánudagar eftir " eins og þú sagðir á skype gær.
  Áður en við vitum af sitjum við heima í eldhúsi yfir góðum kaffisopa og spjalli :)

  Love you
  Gerða

  ReplyDelete
 5. Hef hugsað oft til þín mín kæra... sendi þér heilan haug af straumum. Njóttu tímans sem er eftir þarna úti því klakinn hefur lítið breyst síðan í fyrra :) hehehe... þú færð án efa samt annað menningarsjokk við að koma heim. Knús á þig í massavís.
  Nilla

  ReplyDelete