Saturday, August 7, 2010

La souris est sous la table

Sæl veriði, ég heiti Agnes og er sextán ára kvenmaður úr Grafarvoginum, nemandi í Borgarholtsskóla á listnámsbraut sem hefur áhuga á tónlist, kvikmyndum, ljósmyndun og fl..

Ég er að fara til Frakklands sem skiptinemi í eitt ár frá og með 3.september. Í tilefni þess ákvað ég að stofna þessa bloggsíðu svo að þið sem hafið áhuga getið fylgst með mér þarna úti.

Við erum 6 stelpur sem erum að fara núna í ár og við fljúgum saman frá Keflavíkurflugvelli klukkan 01:05 að næturlagi og lendum á Charles de Gaulle flugvellinum í París um 06:30. Þaðan förum við í einhverjar AFS búðir skilst mér, þar sem við hittum alla krakkana og dveljum þar yfir helgi.
Ég veit samt ekki enn hvað tekur við hjá mér eftir þessar komubúðir því að ég er ekki ennþá komin með familíu.

Í dag er um það bil mánuður í að ég fari út, shit hvað tíminn flýgur. Sumarið bara að enda komið og nú tekur lokaundirbúningurinn við.


Núna hafiði fengið vænan bita af upplýsingum varðandi för mína,

 svo þar til næst...


Photobucket

5 comments:

 1. úlala spennandi!!!!

  ReplyDelete
 2. Flott síða fröken Glansfríður!

  ReplyDelete
 3. Hlakka til að fylgjast með ,síðan er flott hjá þér. Gangi þér allt í haginn : ) knús og kveðja Gerða

  ReplyDelete
 4. Góða ferð Agnes mín og njóttu þess að vera í fagra Frakklandi :)
  Búin að adda blogginu þínu í bookmarks, þú verður dugleg að leyfa okkur hinum að taka þátt í ævintýrinu þínu :)
  Knús og kremjur, Unnur, Bói og allt þeirra lið :)

  ReplyDelete
 5. elsku elsku agnes lára.... hlakka til að frétta hvernig þér gengur og líður í nýja landinu þínu.. veit að þú átt eftir að eiga yndislegan tíma ...
  vertu dugleg að blogga.
  kiss kiss og stórt hug...
  amma tura

  ReplyDelete